- Auglýsing -
Karlmaður hefur sést á göngu á þjóðvegi 1 um Borgarfjörð. Það eitt og sér er ekki fréttnæmt en þegar „farangur“ hans er skoðaður lyftast eflaust brúnir.
Skessuhorn segir frá karlmanninum í dag en þar segir að hann hafi sést ganga á þjóðveginum um Borgarfjörð, haldandi á risastórum krossi. Engar frekari upplýsingar eru til um píslagöngu mannsins en mögulega er um að ræða rétttrúnaðarkaþólikka en páskarnir eru nýliðnir hjá rétttrúnaðarkirkjunni. Ferðalag mannsins með krossinn er töluvert auðveldari en ganga Jesús forðum daga en neðan á krossinn hefur maðurinn skrúfað hjálpardekk, til að létta undir með honum á að giska.