Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Leiðsögumaður með fatlaða ferðamenn snéri við hjá Gunnuhver – Aðgengi ekki til staðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðsögumaður með hóp erlendra ferðamanna þurfi frá að hverfa á dögunum er hópurinn ætlaði að skoða Gunnuhver. Í hópnum voru fimm einstaklingar í hjólastól en aðgengi fyrir hjólastóla er ekki til staðar við hverinn.

Samkvæmt Víkurfréttum hefur leiðsögumaðurinn ítrekað bent á stöðuna en hann segir lítið hafa lagast og hefur hann því ekki getað sýnt ferðamönnum þennan vinsæla viðkomustað.

Þuríður H. Aradóttir hjá Markaðsstofu Reykjaness sagði í viðtali við Víkurfréttir að það sé leiðinlegt að gestir hafi þurft að hverfa frá Gunnuhver en að hverinn hafi í gegnum árin ekki verið byggður sérstaklega upp með aðgengi hjólastóla í huga, né verið markaðssettur sem slíkur viðkomustaður.

„Þó svo vilji hafi verið fyrir hendi, þá er það framkvæmd sem ekki hefur fengist fjármögnun í eins og er. Ég veit þó til þess að á síðustu árum hefur verið unnið að því að laga aðgengi og bæta aðstöðu á svæðinu til að dreifa gestum og bæta aðgengi að svæðinu öllu, bæði til að auka öryggi og vernda svæðið fyrir ágangi. Í vetur var unnið að tímabundnum lausnum til að lagfæra veginn að Gunnuhver, uppstig og fleira sem náttúran hefur skolað frá en tíðarfar undanfarnar vikur hefur gert lítið úr þeim lagfæringum og gert það að verkum að farið er að sjá á áningarstöðum víða í landshlutanum sem ekki verður hægt að sinna að alvöru fyrr en undir vor.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -