Þriðjudagur 10. september, 2024
4.7 C
Reykjavik

Líkur á stórum snjóflóðum á Austfjörðum – Hættustig hækkar upp í fjóra á sunnudaginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á sunnudaginn hækkar viðvörunarstig vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum upp á fjórða stig sem þýðir mikla hættu samkvæmt nýjustu spá Veðurstofunnar.

Samkvæmt Austurfrétt hefur snjóflóðahætta verið viðvarandi í nokkurn tíma á Austfjörðum og talsvert mörg flekaflóð fallið, bæði í Seyðisfirði og á Eskifirði síðustu sólarhringana. Í fyrradag greindi miðillinn frá því að nokkuð stórt flekaflóð hafi fallið fyrir ofan Eskifjörð. Þegar þau flóð féllu var viðvörunarstigið enn á þriðja stigi.

Samkvæmt hættutöflu snjóflóða er á fjórða stigi talið líklegt að flóð falli víða í bröttum brekkum og það jafnvel við lítið álag á snjóþekjuna. Við sérstakar aðstæður geta fallið fjölmörg miðlungsstór og oft á tíðum stór náttúruleg flóð.

Í útskýringum Veðurstofunnar um aukna hættu, segir að lagskiptir flekar hafi um páskana myndast í NA-éljagangi en þeir gera verið óstöðugir. Hættan er fyrst og fremst af mannavöldum á meðan veðrið er gott en um helgina er spáð frekar snjókomu og þar með stóreykst hættan á stærri flóðum af náttúrunnar völdum.

Veðurstofan beinir því til ferðafólks á fjöllum að gæta ýtrustu varúðar og forðast eftir bestu getu brattar brekkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -