Miðvikudagur 10. apríl, 2024
5.8 C
Reykjavik

Loðnu loksins landað á Eskifirði: „Það munar öllu að fá líf í húsið að nýju eftir langt hlé“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsta loðna ársins var landað á Eskifirði á fimmtudagskvöld.

Líf færðist aftur í uppsjálvarvinnslu Eskju á Eskifirði, þegar fyrstu loðnu ársins var landað þar á fimmtudagskvöld er norska skipið Hargrun kom til hafnar með um 1100 tonn úr Barentshafinu. Þá kom annar 990 tonna farmur í gærmorgun, af sömu miðum og er þriðja norska skipið einnig á leiðinni. Frá þessu segir Austurfrétt.

Að sögn Hlyns Ársælssonar, rekstrarstjóra uppsjávarfrystihúss Eskju, borgar þetta sig, að fara í um 950 sjómílna siglingu alla leið í Barentshaf og þrátt fyrir nokkuð hátt verð á norsku fiskimörkuðunum, á meðan stærstu hluti loðnunnar fer til manneldis. Lítið sem ekkert hefur fundist af loðnu hér við land en, þrátt fyrir talsverða leit Hafrannsóknarstofnunar.

„Það munar öllu að fá líf í húsið að nýju eftir langt hlé en stærsti hluti loðnunnar fer í frystingu fyrir markaði í Asíu og Austur-Evrópu. Þetta er alveg ágæt loðna þó smá sé en það er góð kæling um borð í þessum skipum og aflinn sem kominn er á land í fínu lagi,“ sagði Hlynur í samtali við Austurfrétt.

Á meðan ekkert finnst hér á landi fylgjast menn hjá Eskju áfram með fiskmörkuðunum í Noregi og útiloka ekki að meiri loðnuafli verði keyptur á næstunni. Að sögn Hlyns er ferlið frekar einfalt, því sérstaklega er tiltekið á uppboðsvefum Noregs, ef skipsstjórnendur vilja fara með afla sinn alla leið til Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -