- Auglýsing -
Lögreglumenn eru með þefvísasta fólki sem fyrirfinnst hér á landi. Er það sama hvar á landinu eru um að ræða. Nýverið rann lögreglan á lyktina í Rangárþingi.
Fram kemur á sunnlenska.is að lögreglumenn hafi mætt á heimili í Rangárþingi í síðustu viku til að birta húsráðandi skjöl. Fundu þeir megna kannabislykt sem gaus upp þegar útidyr bæjarins voru opnaðar.
Kom í ljós að heimilisfólk var þar með sérstakt rými þar sem þau ræktuðu kannabisplöntur en rýmið var sérhannað til slíks búskapar.
Lagði lögreglan hald á búnað og plöntur og voru húsráðendur fluttir á lögreglustöðina á Selfossi til yfirheyrslu. Var þeim svo sleppt að lokinni skýrslutöku.