Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

María Dís vann Norðansprotann 2022 – Þróar stórar einingar af leðri úr fiskroði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Föstudaginn 20. maí fór fram lokaviðburður Norðansprota 2022 í Háskólanum á Akureyri. Var þar leitað að athyglisvörðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands á sviði matar, vatns og orku. Sigurvegari keppninnar vann með verkefnið Roðleður.

Samkvæmt Feyki stóðu Norðanátt, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum að verkefninu en fjölmargar umsóknir bárust í hugmyndakeppnina. Voru sex teymi valin af dómnefnd til að kynna sín verkefni á lokaviðburðinum.

Það var lífverkfæðingurinn og framkvæmdarstjóri AMC ehf, María Dís Ólafsdóttir, sem sigraði keppnina með nýsköpunarverkefnið Roðleður og hlaut því titilinn Norðansprotinn 2022. Auk þess hlaut hún hálfa milljón í verðlaunafé en með henni í teyminu var Leonard Jóhannsson. Snýst Roðleður um að þróa aðferð við að búa til leður úr roði í mun stærri einingum en áður þekkist. Verður hægt að fá roðleðrið í metravís og í mörgum litum og þykktum.

Feykir birti lista yfir þau sex lið sem valin voru í úrslit:

  • Roðleður – Sigurvegari Norðansprota 2022
  • Tólgarsmiðjan
  • Pelliscol
  • Ylur
  • Nordic Wine & View
  • Ísponica

Í dómnefnd Norðansprota 2022 sátu Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri og verðandi rektor Háskólans á Hólum, Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum verðbréfum, Rannveig Björnsdóttir, dósent hjá Háskólanum á Akureyri, Lilja Pálmadóttir hjá Horfstorfu, Eyrún Gígja Káradóttir verkefnastjóri hjá Vistorku og Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi RATA.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -