Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Minningarreitur rís í Neskaupsstað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hafin er vinna við gerð sérstaks minningarreits um þá sem látið hafa lífið vegna starfa sinna fyrir Síldarvinnsluna. Mun reiturinn rísa á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar sem eyðilagðist í snjóflóðunum í desember 1974.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að árið 2017, við 60 ára afmæli Síldarvinnslunar, hafi verið ákveðið að minningarreitur skyldi rísa og var efnt til samkeppni í kjölfarið þar sem allir gátu sent inn hugmyndir að reitnum. Skilyrðin fyrir reitnum var sá að hann yrði friðsæll og hlýlegur og að hægt væri að setja þar niður og njóta kyrrðar. Þá átti einnig að vera þar minningjarskjöldur um fólkið sem látist hefur og einnig þurfti að taka mið af gömlum gufuketli sem er það eina sem eftir stendur af gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar.

Kristján Breiðfjörð Svavarsson þótti koma með bestu tillöguna en aukreitis frékk Ólafía Zoëga verðlaun fyrir sína hugmynd. Hönnunin á svæðinu á grundvelli hugmyndanna beggja féll í skaut Landmótun-landslagsarkitektar og er nú hafin vinna við verkið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -