Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Mótorhjólaklúbbur hjólar gegn sjálfsvígum: „Þetta eru mótorhjólastrákar með risastórt hjarta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um þessar mundir ferðast mótorhjólaklúbburinn ToyRun um landið til að vekja athygli á starfi Píeta, samtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.

Félagar úr ToyRun eru nú staddir á Austurlandi en klúbburinn verður þar í kvöld og á morgun.

„Þetta eru mótorhjólastrákar með risastórt hjarta sem við köllum ísbrjótana okkar, því þeir ferðast um landið merktir Píeta og ToyRun og koma við á ýmsum stöðum,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Píeta-samtökunum í samtali við Austurfrétt.

Fyrir sjö árum var klúbburinn stofnaður á Reykjanesi en um er að ræða góðgerðarfélag sem árlega býr til barmmerki með ToyRun-merkinu. Í gegnum árin hefur klúbburinn safnað fyrir hin ýmsu félög á árlegum ferðum hringinn í kringum landið en undanfarin ár hefur hann einblínt á Píeta-samtökin.

- Auglýsing -

„Þeir koma við og ræða um þetta málefni, sjálfsvíg og sjálfsskaða, við fólk sem vill koma og hitta þá, selja merki og dreifa kynningarefni frá okkur. Þeir hafa eignast vini víða um land,“ útskýrir Benedikt í samtalinu við Austurfrétt. Þar segir að Toyrun-félagar hitti gjarnan aðra bifhjólafélaga á ferðalögum sínum en á Egilsstöðum er þess vænst að félagar úr mótorhjólaklúbbnum Goðunum taki á móti þeim.

ToyRun-félagar munu hafa viðkomu í Söluskála N1 á Egilsstöðum á milli 20 og 21 í kvöld. Þeir stefna svo á rúnt um Austfirðina en nákvæmt dagskrá liggur ekki fyrir.

Píeta-samtökin reka neyðarsíma 552-2218 sem opinn er allan sólarhringinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -