Miðvikudagur 10. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Öxi opnaði mánuði fyrr en venjulega

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vegurinn yfir Öxi var opnaður á föstudaginn en hann hefur sjaldan opnað jafn snemma.

Austurfrétt segir frá því að vegurinn yfir Öxi á Austurlandi hafi verið opnaður síðastliðinn föstudag, þann 8. mars. Leita þarf til ársins 2012 til að finna dag þar sem vegurinn var opnaður fyrr en þá var hann opnaður 28. febrúar. Í fyrra opnaði mánuði síðar.

Veðurfarið ræður hve mikið er hægt að halda honum opnum fram eftir vori en vegurinn styttir þjóðveginn svo um munar. Samkvæmt Austurfrétt var byrjað að moka snjó af veginum á fimmtudagsmorgun en svo voru svellin rifin af honum og hálkuvarið. Undir kvöldmat á föstudaginn lauk þeirri vinnu og var vegurinn opinn um helgina. „Við vorum búin að gefa út að það yrði reynt að opna Öxi fyrr en áður ef hægt væri,“ segir Sveinn Sveinsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar í samtali við Austurfrétt.

Nú er Öxi opnuð um það bil mánuði fyrr en í meðalár en Sveinn segir ástæðuna vera þá að snjólétt hafi verið á svæðinu. Þá hafi á hinn bóginn rignt þegar byrjað var að opna og þurfi því að veita vatni í burtu.

Fram kemur hjá Austurfrétt að vetrarþjónusta á Öxi falli undir G-snjómokstursregluna en samkvæmt hennir er heimilt að moka tvo daga í viku vor og haust á meðan snjólétt er, það er að nóg sé að senda snjómokstursbíl af stað. Þann 20. mars hefst vortímabilið.

Hér má sjá opnunardagana á Öxi frá árinu 2012:

- Auglýsing -

2012 28. febrúar
2013 10. apríl
2014 23. apríl
2015 17. apríl
2016 20. apríl
2017 29. mars
2018 23. mars
2019 7. apríl
2020 8. maí
2021 19.3 (lokaði aftur 26. mars og opnaði aftur 31. mars)
2022 25. mars
2023 8. apríl
2024 8. mars

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -