- Auglýsing -
Rannsókn á orsökum eldsvoðans sem varð í húsnæði Vasks á Egilsstöðum í september síðastliðnum er á lokametrunum. Húsnæðið gjöreyðilagðist í eldinum.

Ljósmynd: Valería Dögg Malyutina Björgvinsdóttir
Staðfestir lögreglan þetta við Austurfrétt en samkvæmt lögreglunni hefur rannsóknin nánast frá upphafi beinst að ákveðnum tækjabúnaði í þvottahúsi Vasks, sem var í rými við hlið verslunarinnar.

Ljósmynd: Valería Dögg Malyutina Björgvinsdóttir
Fyrir jól voru eigendur Vasks með einhvers konar tilraunaopnun í öðru húsnæði á Egilsstöðum sem vel var tekið í en nú er unnið að því að opna verslunina að nýju en gangi allt eftir gæti formleg opnun orðið með vorinu.