Föstudagur 24. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Rarik neyddist til að kaupa olíu til að kynda upp Seyðisfjörð – Ekki lengur hagkvæmt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rarik ohf. keypti meira en 240 þúsund lítra á liðnum vetri svo tryggja mætti starfsemi fjarvarmaveitu fyrirtækisins á Seyðisfirði.

Austurfrétt birti þessar tölur í dag eftir að Rarik svaraði fyrirspurn Austurfréttar um málið.

Þar kemur aukreitis fram að fjarvarmaveitur landsins kaupi skerðanlega orku til kyndingar en að hún hafi verið skert í desemberbyrjun á síðasta ári af sökum lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum Landsvirkjunar. Aðrir notendur skerðanlegrar orku í fyrra voru til að mynda fiskimjölsverksmiðjur á Austfjörðum.

Þegar staðan á miðlunarlónunum hafði batnað var skerðingunum aflétt en það var í apríl.

Fjarvarmaveitan var keyrð á olíu frá 9. febrúar til 5. apríl á Seyðisfirði og þurfi hún um 4.000 lítra af olíu eða alls um það bil 243 þúsund lítra.

Árið 2017 ætlaði Rarik að leggja fjarvarmaveituna niður en var þeirri ákvörðun sett á salt a meðan aðrir kostir voru kannaðir. Skýrsla var kynnt í síðasta mánuði sem sýndi fram á að fjarvarmaveitan sé ekki lengur hagkvæm en fáir kostir séu til staðar í stað fjarvarmaveitunnar.

- Auglýsing -

Fyrirhugað er að leggja hana af og hjálpa Seyðfirðingum að skipta yfir í beina rafhitun. Munu Rarik og Múlaþing ræða málið á næstunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -