Föstudagur 3. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Rúmlega aldargamalt kvenfélag lagt niður: „Farið að halla undir fæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hið fornfræga kvenfélag Hlíf hefur verið lagt niður en greint er frá þessu á Akureyri.net. Félagið sem var staðsett á Akureyri hafði verið starfandi í 117 ára eða frá árinu 1907.

Dugnaður félagsins þegar kemur að hjálpa þeim sem minnst mega sín hefur í gegnum árin verið ómissandi fyrir samfélagið á Akureyri og stofnaði félagið meðal leikskólann Pálmholt. Þá tók félagið virkan þátt í að styðja barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.

„Það sem helst hefur háð Kvenfélaginu Hlíf um margra ára skeið er húsnæðisskortur. Fundir hafa verið haldnir víða um bæinn.

Var nú farið að halla undir fæti hjá félaginu. Þó að nokkuð margar konur gengju í félagið á tímabili, mættu þær lítið sem ekkert á fundi og voru ekki tiltækar þegar fara átti í fjáröflun. Reynt var að halda kleinusölu, dansiball og kaffi á Mæðradaginn, en bæði var dræm þátttaka félagskvenna í undirbúningi og lítil aðsókn til þess að allt féll niður,“ segir meðal annars í tilkynningu frá félaginu. Þegar best gekk voru félagskonur um 60 talsins en á seinasta aðalfund félagsins mættu aðeins 11.

Undir tilkynninguna rita stjórnarkonur í Hlíf 2023-2024, Birgit Schov formaður, Halldóra Stefánsdóttir ritari, Kristín Hilmarsdóttir gjaldkeri og Margrét Steingrímsdóttir, meðstjórnandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -