- Auglýsing -
Einstaklingur var nappaður við þá iðju að stelpa skópari úr verslun í Vík í Mýrdal, síðastliðinn laugardag.
Sunnlenska segir frá því að þegar lögreglan hafði upp á hinum fingralanga þjófi hafi hann falið skóparið undir sólpalli við íbúðarhús í bænum og vildi ekki kannast við málið.
Eftir yfirheyrslu var honum sleppt en málið fer áfram til ákærusviðs til ákvörðunar um framhald þess.