Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Stærsta einstaka kolmunnafarminum landað á Fáskrúðsfirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Met var sett á Fáskrúðsfirði um helgina er færeyska uppsjávarveiðiskipið Gøtunes kom með 3.431 tonn af kolmunna. Aldrei áður hefur jafn miklu verið landað af tegundinni í einum farmi hér á landi.

Samkvæmt Austurfrétt kom Gøtunes til Fáskrúðsfjarðar á laugardag en lönduninni lauk um miðjan dag á sunnudag. Kemur fram í frétt Austurfréttar að í raun hafi 5.000 tonnum verið landað í einum rykk því Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar landaði strax á eftir. Gøtunes hefur áður landað á Fáskrúðsfirði en skipið landaði loðnu þar eystra, í hrognatöku í vetur

Framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, Friðrik Mar Guðmundsson, segir fínan gang vera í kolmunaveiðum. Suður af Færeyjum séu skip frá ýmsum löndum við veiðar. Þá eru hafnir í Færeyjum ásetnar og sigla því skipin til að mynda til Noregs og Danmerkur til að landa á meðan önnur koma hingað með aflann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -