Fimmtudagur 22. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Starfsmaður félagsmiðstöðvar í Fjarðabyggð sendur í leyfi nokkrum dögum eftir gagnrýni á myglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhann Valgeir Davíðsson íþróttakennari í Fjarðabyggð er afar ósáttur við vinnubrögð starfsmanna Fjarðabyggðar í tengslum við alvarlegar ásakanir á hendur honum.

Jóhann Valgeir starfaði einnig í félagsmiðstöðinni Knellan á Eskifirði en kvörtun barst Fjarðabyggð frá foreldra eins barns en fullyrti foreldrið að Jóhann Valgeir hefði sýnt krökkum Netflix-þáttinn um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer en þættirnir eru eðli málsins samkvæmt stranglega bannaðir innan 16 ára og vanvirt börnin. Var honum fljótlega sagt upp störfum á meðan á rannsókn málsins stóð yfir. Gagnrýnir Jóhann Valgeir verkferla mannauðsstjóra sveitarfélagsins, sem og yfirmanna hans harðlega í Facebook-færslu í dag.

Fullyrðir hann þar að krakkarnir hefðu sjálf sett þáttinn í gang án hans vitundar og að hann hafi aldrei vanvirt börnin. Segir hann í færslunni að málið hafi haft andlegar afleiðingar fyrir sig enda um þungar ásakanir að ræða. „Ég sé ekkert annað úr út þessu máli að þarna eru yfirmenn í stöðu Fjarðabyggðar að reyna að ná á mig höggi,“ skrifar hann meðal annars í færslunni.

Nokkrum dögum áður en málið í Knellunni kom upp, hafði Jóhann Valgeir kvartað í fjölmiðlum vegna mögulegrar myglu í íþróttahúsinu á Eskifirði þar sem hann kennir grunnskólabörnum, sem og annað sem þyrfti að laga enda húsið komið til ára sinna. Hafði hann áður vakið athygli á ástandi hússins en í færslu frá árinu 2014 gagnrýndi hann húsnæðið og birt ljósmyndir af skemmdum sem þar var að finna. Skal þó taka fram að ekkert bendir til þess sérstaklega að málin tvö tengist.

Færsla Jóhanns Valgeirs er hér í heild sinni:

„Sælir foreldrar barna í Knellunni Eskifirði.

- Auglýsing -
Ég sendi hér bréf til að útskýra- þar sem ég fæ fleirri og fleirri spurningar frá foreldum sem ég get svarað en einnig fleirri og fleirri spurningar frá börnum sem ég vill ekki /get ekki svara á heiðarlegan máta.
Eins hafa börn okkar fengið óteljandi spurningar sem þau geta ekki svarað og eiga ekki að þurfa að svara.
Með þessu bréfi vill ég koma því frá mér af hverju ég starfa ekki í félagsmiðstöðinni á Eskifirði lengur, sem mér finnst miður- því ég hefði svo sannalega vilja vera þar áfram.
Mál kom upp- það barst kvörtun sem er allt að hinu góða.
Verkferlar hjá mannauðsstjóra og yfirmönnum mínum tvem í félagsmiðstöðinni voru eftirfarandi:
– Töluðu ekki við mig vegna kvörtunar.
– Sendu mér bréf ,í því stóð að til skoðunar væri að segja mér tafarlaust upp störfum vegna brots í starfi og á starfsreglum.
– Vísuðu mer frá störfum á meðan á rannsókn máls var í gangi.
– Settu mál í formlega rannsókn byggða á einni kvörtun foreldris.
– Rannsókn unnu þær unnu sjálfar.
– Rannsókn sett í gang án þess að hafa samráð við bæjarstjóra.
– Rannsókn sett í gang byggða á einni kvörtun- án þess að fá tvær hliðar eða upplýsingar.
Kvörtuninn eða ásökuninn var í minn garð þess eðlis að ég hafi sýnt þættina Monster- The Jeffery Dahmer Story sem eru bannaðir innan 16.ára og ég hafi vanvirt börninn í knellunni 14.oktober frá kl 17-19.
Rannsóknina ákveða þær að setja af stað án þess að vinna neina forvinnu- án þess að tala við mig sem starfmann sem var á svæðinu, án þess að vita hvort þetta væri bara rétt eða ekki.
Fyrir það fyrsta eru þessar ásakanir mjög alvarlegar í minn garð og eru rangar báðar.
Einnig hafði ég á þessum tíma alltaf verið einn á vakt en það eiga að vera tveir starfsmenn.
Ég hvorki sýndi þessa mynd né vanvirti börnin og sagði ég það á fundi sem ég var boðaður á með þeim 24.okt.
Á fundi sem ég var boðaður á 24.okt tjáði ég þeim að mér þætti þetta alvarlega ásakanir og þær væri rangar. Þrátt fyrir það að ég hafi tjáð á fundi að ég hafi ekki sýnt þættina og ekki vanvirt börninn, þrátt fyrir pósta sem bárust frá foreldum barna sem settu myndina á án minnar vitundar, þrátt fyrir fund með kvörunaraðila bar það í ljós að þessar áskanir voru rangar, þá hélt ég áfram að fá pósta þess eðlis frá yfirmönnum mínum að ég hafi sýnt myndina og hafi vanvirt börninn.
Svo margir punktar í málinu sem ég get ekki talið upp hér, en í heildina er það ófaglega og óheiðarlega unnið. Þær höfðu ekkert í höndunum til að setja þetta mál í það ferli sem þær gerðu.
Slíkar ásakanir hafa haft andlegar afleiðingar fyrir mig ég sé ég mér ekki fært um að starfa undir starfsfólki sem kemur svona fram og finnst mér galið að yfirmenn í störfum hjá sveitafélainu hafi heimildir til að vinna svona líkt og þær gera.
Ég sé ekkert annað úr út þessu máli að þarna eru yfirmenn í stöðu Fjarðabyggðar að reyna að ná á mig höggi.
Upphaf máls er þegar póstur barst til mín 20.okt- en í dag 1.Des eða 6 vikum síðar er ég ekki enn búin að fá lokun á þessu máli, þar sem þær neita af afhenda mér rannsóknargögn sem ég veit að eru til, þrátt fyrir að ég hafi ítrekað að fá þau. Einungis hef ég fengið sem þær telja til rannsóknargagna fundargerð með kvörtunaraðila, ekki einu sinni strokar út nafn kvörtunaraðila.
Vill taka það fram að ég hef ekkert út á það að setja að við sem foreldrar kvörtum og tel ég einmitt að það er að hinu góða í því skyni að þá er hægt að taka samtalið, laga eða gera betur og það er enginn það heilagur að ekki megi benda á eitthvað eða taka upp síman og tala.

En vildi bara koma þessu frá mér í þeirri von um að þurfa ekki að fara yfir þetta nokkru sinnum á dag.“

Mannlíf heyrði í Þórði Vilberg Guðmundssyni, Forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála hjá Fjarðabyggð en hann sagði blaðamanni að hann gæti ekki tjáð sig um einstaka mál Fjarðabyggðar en sagði að almennt í slíkum málum væri farið eftir þeim lögum og reglum sem gilda og þeim verkferlum sem sveitarfélagið hefur sett sér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -