Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Tveimur bjargað af fjalli í nótt – Annar datt og hinn lenti í sjálfheldu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjálparbeiðni barst frá tveimur einstaklingum klukkan hálf tvö i nótt en þeir höfðu verið að klífa Fagrafell á Hamragarðaheiði við Eyjafallajökul.

Hafði annar mannanna fallið niður töluverðan spotta og við það varð hinn maðurinn í sjálfheldu og komst ekki niður til þess sem datt. Kemur þetta fram í frétt sunnlenska.is.

Þar kemur fram að björgunarsveitir af Suðurlandi hafi verið boðaðar á hæsta forgangi í verkefnið en fyrsta björgunarfólkið var mætt á slysstað um klukkan 2:20.

Mikið brattlendi er þar sem slysið varð og var erfitt fyrir björgunarfólk að komast á vettvang. Frá höfuðborgarsvæðinu voru sérhæfðir undanfarar í fjallabjörgun kallaðir út, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar kom frá Egilsstöðum en þar var hún stödd vegna snjóflóðanna í Neskaupsstað.

Siglínur voru notaðar til að tryggja björgunarfólk á svæðinu og færa þann slasaða, svo öruggara væri að komast að þeim sem var í sjálfheldunni ofar í hlíðinni. Var svo hinn slasaði hífður um borð í þyrluna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -