Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Vetrarveður um allt land – MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðindarveður gengur nú yfir landið en á öllu Íslandi eru í gildi gular og appelsínugular viðvaranir og verða næstu daga. Svo leiðinlegt er veðrið sums staðar að það hefur hvítnað í fjöllum.

Veðrið næstu daga verður ívið leiðinlegra en íbúar Íslands eiga að venjast í júní en á meirihluta landsins eru appelsínugular viðvaranir í gildi en á restinni gular viðvaranir. Bæði er búist við hvassviðri og snjókomu á stöku stað, þar á meðal á Vestfjarðakjálkanum.

Guðrún Gunnsteinsdóttir, ljósmyndari Mannlífs í Árneshreppi á Ströndum tók glæsilegar en kuldalegar ljósmyndir í Norðurfirði á Ströndum, í nágrenni Trékyllisvíkur, þar sem sjá má að snjóað hafði ansi nærri byggð.

Hér má sjá myndirnar:

Þá tók Hrefna nokkur þessa ljósmynd frá Kjarnalundi í Eyjafirði í morgun:

- Auglýsing -
Vetur í júní.
Ljósmynd: Hrefna

Egill Snær Þorsteinsson tók þessa ljósmynd á Akureyri í morgun:

Það fer að verða hægt að fara í snjókast.
Ljósmynd: Egill Snær Þorsteinsson

Eðvarð Þór Grétarsson tók þessa mynd á Fáskrúðsfirði í dag:

Brátt verður hægt að fara á skíði á Fáskrúðsfirði.
Ljósmynd: Eðvarð Þór Grétarsson

Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir tók svo þessa ljósmynd á Reyðarfirði.

Snjórinn hefur aðeins náð í byggð á Reyðarfirði að litlu leiti.
Ljósmynd: Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -