Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar settur á laggirnar – Kaltjón á ræktarsvæðum verulegt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðbragðshópur á vegum stjórnvalda hefur verið settur á laggirnar vegna þeirra erfiðleika sem kuldatíðin undanfarið hefur valdið.

Á vef Stjórnarráðsins er sagt frá því að viðbragðshópur hafi verið skipaður til að bregðast við þeim erfiðleikum sem kuldatíðin hefur valdið víða í sveitum undanfarnar vikur. Í hópnum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra. Þá kemur fram að fleiri gætu komið að verkefninu eftir því sem því vindur fram. Þegar hefur hópurinn fundað en greinilegt er að kuldakastið hefur nú þegar haft mjög neikvæð áhrif á starfsemi bænda, bæði til skemmri og lengri tíma.

Hópurinn mun byrja á því að hafa samband við bændur á þeim svæðum þar sem ástandið er hvað verst, svo hægt sé að kortleggja og skipuleggja viðbrögð við bráðavanda eins og velferð og fóðrun búfjár sem kuldatíðin hefur valdið. Þá kemur fram á vef Stjórnarráðsins að bændur hafi haft frumkvæði að því á ákveðnum svæðum en nauðsynlegt sé að fara yfir heildarstöðuna. Ekki verður ljóst með langtímaáhrif eins og á uppskeru og afurðir, fyrr en líður á sumarið, jafnvel ekki fyrr en í haust.

Aukreitis liggur fyrir að verulegt kaltjón hafi orðið á ræktarlöndum á mörgum sömu svæðum en vinna er hafin vegna þess hjá Bjargráðasjóði.

Bændasamtökin hafa sett upp sérstaka vefsíðu þar sem bændur geta nálgast upplýsingar um framvindu mála.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -