Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Vogus opnar í Vogum – Beata bjartsýn á framtíðina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er búið að vera mikið að gera,“ segir Beata Wasavi, sem rekur nýja matvöruverslun, Verslunin sem heitir Vogus, var opnuð um helgina í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar hafa íbúar verið án verslunar í nokkur ár og hafa þurft að sækja öll aðföng í önnur bæjarfélög. Verslunin er því kærkomin. Sem stendur er Beata eini starfsmaðurinn en hún er farin að huga að fleirum í afgreiðsluna.

Verslunin Vogus. Mynd/RT

Verslunin er opin alla virka daga frá kl 7:00 til 21:00 og laugardaga frá kl 10:00 til 16:00.

Haldin var nafnasamkeppni og um nafnið á versluninni og varð nafnið Vogus fyrir valinu. Vinningshafi í nafnasamkeppninni og höfundur nafnsins er Alexandra Chernyshova. Glöggur aðili benti á að nafnið væri tilvísun í nafn á tiltekinni verslunarkeðju, Bónuss.

Beata hafði nóg að vera í versluninni þegar Mannlíf bar að garði. Skólabörnin voru mætt til að sækja sér næringu. Hún stendur vaktina ein í upphafi en ætlar að skoða starfsmannamálin á næstunni.

„Ég er mjög bjartsýn á framtíð búðarinnar,“ sagði hún.

 

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -