Kristrún Frostadóttir – Mistök Vinstri Grænna dans við Sjálfstæðisflokkinn

top augl

Kristrún Frostadóttir, sem hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar, er spurð í viðtali við Reyni Traustason hver séu mistök Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og hvað hann þýði þessi dans við Sjálfstæðisflokkinn.

„Mér finnst hún hafa gefið allt of mikið eftir af kjarnanum. Það er grundvallaratriði hvernig ég er að stilla mínu framboði upp og sýnin sem ég hef fyrir Samfylkinguna; við skilgreinum svolítið kjarnann okkar af því að fólki hættir til að færast flokkum of mikið í fang, vera í öllu, og í fjórflokkasamstarfi sem mun alltaf verða á Íslandi þá muntu alltaf þurfa að gefa einhvers staðar eftir. Það liggur alveg fyrir. Og það er bara heiðarlegt gagnvart kjósendum þrátt fyrr að fólk getur vitað á hvaða línu þú ert í hinum og þessum málum; það finnst mér allt í lagi. En þú þarft að skilgreina hvar kjarninn þinn er. Hvar þú gefur ekki eftir. Og ég sé ekki hvar kjarninn hjá Katrínu er lengur. Það er í rauninni ekki mitt hlutverk að skilgreina VG eða skilgreina Katrínu en miðað við hvernig þau fóru fram á sínum tíma og hvað kjósendur bjuggust við þá er þessi kjarni finnst mér fairnn ef ég er að hugsa um velferðarmál og almenna stýringu ríkisfjármála. Ég hef verið sérstaklega gagnrýnin á einmitt valdið sem felst í fjármálaráðuneytinu kannski vegna þess að þetta hefur verið mitt sérsvið: Efnahagsmálin, ríkisfjármalin. Og ég myndi mjög viljandi koma með þann styrkleika inn í jafnaðarmannaflokk venga þess að sósíaldemókratískir flokkar á Norðurlöndum og í Evórpu eru sterkir flokkar líka í ríkisfjármálum. Þetta eru ekki bara mjúku málin. Þetta eru ábyrgðarflokkar að þessu leytinu til.“

Kristrún er sérfræðingur í efnahagsmálum og er spurð hvort hún sé ekkert smeyk um að það sé hrun fram undan. Húsnæðisverð hefur farið upp úr öllu valdi og verðbólgan er á flugi. 

„Við stöndum á allt öðrum stað en við gerðum 2008. Það er staðreyndin um skuldastöðu fyrirtkæja og heimila. Við erum ekki í sömu stðu hvað það varðar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins; við lentum í verulegum vandræðum þar vegna þess að það var ekki til gjaldeyrir í landinu. Og það er allt önnur staða ef þú skuldar í erlendu eða í innlendu vegna þess að þá ertu með einhvern fyrir utan hagkerfið sem liggur á hálsinum á þér bókstaflega. Og það var það sem var valdurinn að miklum vandræðum á sínum tíma. Það sem ég hef áhyggjur af núna eru þessir brestir sem maður er farinn að sjá myndast út af langvarandi vanfjármögnun í heilbrigðismálum og að það sé ekki búið að taka á húsnæðiskerfinu. Þetta er búið að skapa ákveðna togstreitu á nokkrum stöuðm í samfélaginu. Og við erum til dæmis að sjá það núna í aðdraganda kjarasamninga; þetta er alveg hættumerki. Þegar þú ert kominn með 10% verðbólgu og fólk sér ekki fram á það að við getum í sameiningu leyst þetta, að fólk ætli að lesya þetta bara með launaliðnum og það er eitt að hækka laun tekjulægsta hópsins; en ef þetta fer upp allan tekjustigann þá getur þetta leitt af sér ofsaverðbólgu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni