Álfar, lundar og sjóferð sem gleymist seint

top augl

Í nýjasta þættinum af Komin á kortið skelltum við okkur í paradísina Borgarfjörð eystri.

Við tylltum okkur við rætur Álfaborgarinnar og spjölluðum við Arngrím Viðar um allt á milli himins og jarðar. Við fengum líka að fara út á sjó með honum Kára Borgari, þar sem Gunnhildur stóð í lappirnar allan tímann og var hvergi smeyk. Ekki heldur þegar hún fékk að stýra og fann ekki leiðina til baka. Sannur sjóari…

Að lokum skoðuðum við dularfullar og goðsagnakenndar verur í sínu náttúrulega umhverfi… Sannkallaður töfrastaður, Borgarfjörðurinn!

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni