Benóný Ásgrímsson þyrflugmaður: „Nauðsynlegt að vera hræddur í svona starfi“

top augl

Benóný Ásgrímsson vann um árabil sem sjómaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni, og síðar sem þyrluflug­maður á hennar vegum. Hann talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um réttsýnina og gimbrina sem hann eignaðist á unglings árunum, síðustu orðin í talstöðinni frá skipverja á sökkvandi togara og hann talar um þorskastríðið og segir að þótt bresku togarasjómennirnir hafi ekki alltaf verið „gentlemen“ í talstöðinni þá hafi samt viss virðing ríkt á milli manna.

Benóný talar síðan um tímann sem þyrluflugmaður, en eftirminnilegasta björgunin átti sér stað þegar hann bjargaði nokkrum kvígum og þurfti að fljúga niður þröngt gljúfur til að bjarga þeim. Eftirminnilegasta mannbjörgin tengist hins vegar því þegar Dísarfell fórst. „Hún var að mörgu leyti dálítið flókin. Þetta var dálítið sérstakt. Þetta voru erfiðar aðstæður. Það var verið að slaka sigmanninum og allt fullt af svartolíu í sjónum og gámar og innihald gámanna úti um allt.“

Þyrluflugmaðurinn fyrrverandi, sem er lofthræddur við vissar aðstæður, segir að björgunarstörf séu í eðli sínu hættuleg. „Það eru þrjú atriði að mínu mati sem halda manni réttum megin við þá línu sem á ekki að fara yfir. Það er í fyrsta lagi góð þjálfun, það er reynsla og það er góð dómgreind.“

Sjá má allan þáttinn hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni