Blaðamaður bráðnaði í Vök og hitti Bangsímona með vatn í flöskum: „Við sjáum bleikjurnar stökkva!“

top augl

Í þessum þætti af Komin á kortið erum við ennþá stödd í Múlaþingi, enda ótal margt spennandi að skoða þar og gera.

Að þessu sinni hefjum við ferðalagið í Vök baths á Egilsstöðum. Hreint ekki amalegt það. Annar blaðamaður Mannlífs vildi reyndar meina það að Vök væri í Fellabæ, en það skal látið liggja milli hluta.

Við hittum Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök, í morgunsárið og gátum virt þennan dásamlega stað fyrir okkur í ró og næði. Aðalheiður er stórskemmtileg og sagði okkur frá ýmsu tengdu Vök, sem og hennar eigin lífi á Egilsstöðum. Hún nefnilega flutti austur til þess að taka við þessari spennandi stöðu og hélt af stað á vit ævintýranna með allt sitt hafurtask í einum jeppa. Bara svona eins og maður gerir!

Við fórum að lokum á bólakaf í laugarnar og létum líða úr okkur síðustu örðurnar af Reykjavíkur-stressinu. Það er sannarlega fallegt og róandi að liggja ofan í laugunum og virða fyrir sér óspillta náttúruna í kring. Einhverjir gestanna þóttust karlar í krapinu og stukku ofan í kalt Urriðavatnið, en blaðamaður lét það hins vegar alveg eiga sig. Í sumar verður tíminn fyrir slíkt og alveg kjörin afsökun til að gera sér aftur ferð austur. Nú, ef við fórum yfir höfuð heim aftur. Engan spennuspilli hér.

Á ferð okkar um Egilsstaði rákumst við síðan á ótal hressa Bangsímona; útskriftarefni menntaskólans sem voru að dimmitera. Við spjölluðum líka við framkvæmdastjóra Hótel Valaskjálf og veitingastaðarins Glóð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni