Eiríkur Ingi synti sér til lífs í stórsjó: „Ég sá hann aldrei aftur eftir þetta“

top augl

Eiríkur Ingi Jóhannsson, fyrrverandi sjómaður og núverandi forsetaframbjóðandi, á að baki sára lífsreynslu og sannkallaða kraftaverkasögu. Hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst í aftakaveðri á milli Íslands og Noregs. Þá skyldi hársbreidd á milli lífs og dauða. Þrír félagar hans fórust. Seinna var hann í einu aðalhlutverka þar sem dauðaslys varð og hann reyndi að koma til bjargar.

Eiríkur Ingi er gestur Sjóarans og segir sögu sína í fyrri hluta viðtalsins.

Eiríkur rifjar upp þegar hann var kominn í sjóinn, tveir félagar hans látnir og annar að berjast við öldurnar. „Ég læt Magga fá einn brúsa og Maggi var mjög ákveðinn í að ég skyldi fara á eftir björgunarbátnum. Hann sagði bara „Komdu þér í bátinn“, en þetta var mikil togstreyta að vera á milli hans og bátsins. En svo lendi ég í alveg svakalegum brotsjó þarna, þar sem ég fer á kaf og er með tuttugu lítra brúsa í hendinni, þetta eru tuttugu kílóa lyftikraftur sem ég hef aukalega og ég er samt á leiðinni niður. Svo endar með því að ég missi takið á brúsanum og þarna hefur Maggi líklega drukknað. Ég sá hann aldrei aftur eftir þetta.“

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni