Fyrrum fraktskipstjórinn Steinar Magnússon er gestur Sjóarans að þessu sinni. Hann varð ungur skipstjóri á millilandaskipi og var hjá Eimskip í 50 ár. Steinar var afar farsæll í sínu starfi. Erfiðasta reyslan á sjó var þegar skip hans varð vélarvana suður af Hvarfi. Skip hans var á reki í vitlausu veðri í átta daga áður en að hann var dreginn til lands í Bandaríkjunum.
Steinar var líka skipstjóri á Herjólfi og var viðstaddur þegar Landeyjahöfn var tekin í notkun. Ekki hefur allt gengið að óskum vegna Landeyjahafnar en hans lausn er einföld: að grafa göng milli lands og Eyja.