Hafsteinn var skipstjóri þegar þrír fórust: „Nú verður hver og einn að hugsa um sjálfan sig“

top augl

Hafnarstjórinn og fyrrum skipstjórinm Hafsteinn Garðarsson var skipstjóri þegar Krossnesið sökk. Þrír menn létust í háskanum en það markaði Hafstein fyrir lífstíð.

Hann var viðmælandi Reynis Traustasonar í nýjasta þætti Sjórans sem má sjá í heild sinni hér en Reynir var stýrimaður á Sléttanesinu sem var fyrsta skip á vettvang.

Háskann bar skjótt að og þegar Hafsteinn komst upp á dekk fór hann að vitja áhafnarinnar. Þegar í ljós kom að ekki höfðu allir skilað sér og áhafnarmeðlimir gerðu sig líklega til að fara til baka til að bjarga þeim þurfti Hafsteinn að segja sennilega erfiðustu orð sem hann hefur sagt:

„Nei, nú verður hver og einn að hugsa um sjálfan sig og fara út.“

Faðir Hafsteins var einn þeirra sem lifði af sem gæti talist nokkuð ótrúlegt þar sem hann hafði nýlega undirgengist opna hjartaaðgerð og þegar björgunarmenn komu að honum í sjónum sáu þeir að hann hafði ekki náð að renna upp gallanum og varla með lífsmarki en Hafsteinn komst fyrst að því að faðir hans væri á lífi þegar hann komst sjálfur úr sjónum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni