Halldór Benóný Nellett var háseti um borð í Baldri, skipi Landhelgisgæslunnar, í þorskastríðunum. Hann hafði það hlutverk þar að vera annar tveggja sem stýrðu skipinu en það gekk mikið á þegar verið var að klippa trollin aftan úr skipum og eins þegar kom til árekstra við freigátur englendinga.
Hann lýsir því að Höskuldur Skarphéðinsson heitinn, þáverandi skipstjóri á Baldri, hafi orðið sér úti um ýtutennur sem voru soðnar beggja vegna á bakenda Baldurs. Höskuldur mun svo hafa verið lunkinn við að snúa skipinu þannig þegar til árekstra kom að ýtutennurnar hreinlega skáru freigáturnar upp eins og niðusuðudósir.
Á ferli sínum sem skipstjóri fyrir Landhelgisgæsluna tók hann þátt í fjölmörgum aðgerðum og minnist sértaklega á það þegar hann leitaði til skipstjóra á dönsku herskipi og fékk hann til að aðstoða við að handsama skútu sem var á leið til landsins full af fíkniefnum.