Hetjudáð í Skötufirði: „Ég sá strax að það var ekki hægt að opna hurðina“

top augl

Eiríkur Ingi Jóhannsson var á meðal þeirra sem komu að hörmulegu slysi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. janúar 2021 þar sem bifreið með fjölskyldu frá Flateyri hafði oltið og lent úti í sjó. Eiríkur Ingi vakti þjóðarathygli þegar hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst. Hann brást skjótt við og synti að bifreiðinni. Honum tókst að ná konu og barni úr bílnum.

Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi segir sögu sína í Sjóaranum í seinni hluta frásagnar sinnar.

„Þegar ég kem að slysinu marrar bíllinn alveg á bólakafi, nema aftasti hlutinn, brettið er þurrt,“ segir Eiríkur Ingi þegar hann rifjar upp bílslysið í Skötufirði sem hann kom að. „Og maðurinn situr ofan á afturbrettinu en yfir rúðunni marrar svona mikill sjór,“ bætir hann við og sýnir með fingrunum hversu mikið sjórinn náði yfir bílinn. Eiríkur Ingi syndi að bílnum með spotta og batt við bílinn en þá var búið að tjá honum að kona mannsins og barn væru enn í bílnum. „Ég sá strax að það var ekki hægt að opna hurðina því hún var búin að beyglast eitthvað til í veltunni. Þannig að ég ákvað að brjóta rúðuna og geri það bara strax, með hnífnum sem ég tók með mér. Og það sat svolítið djúpt í manni að maður þyrfti kannski að fara inn í bílinn.“

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni