Ívar Þórarinsson slapp frá skipsskaða – Keypti trillu fyrir fermingarpeningana sína

top augl

Ívar Þórarinsson keypti trillu fyrir fermingarpeningana sína. 16 ára var hann orðinn háseti á síldarbáti. Hann lenti snemma í mannraunum á sjó. Ívar var skipverji á Snæfugli SU 20 þegar báturinn fórst 30 júlí 1963 út af Austfjörðum.Hann segir sögu sína í Sjóaranum. 

Í dagblaðinu Tímanum var eftirfarandi frásögn af atvikinu. 

Vélbáturinn Snæfugl, SU 20, fórst klukkan 22 í kvöld um 4 mílur suðsuðaustur af Seley. Skipið var á leið inn með afla, er veður versnaði, og bar slysið mjög brátt að. Skipstjórinn gat rétt kallað út, að skipið væri að sökkva og gafst enginn tími til þess að gefa upp staðarákvörðun, en bað 250 tonna stálskip, sem væri ný farið fram hjá sér, að koma strax til hjálpar. Síðan heyrðist ekkert til Snæfuglsins, en skipstjórinn á 250 lesta stálskipinu hafði tekið vel eftir, er hann sigldi fram hjá Snæfuglinum og sneri þegar í stað við. Það var Trausti Gestsson á Guðmundi Péturs frá Bolungarvík og örskömmu síðar fann hann gúmbát Snæfugls á sjónum. Snæfugl SU 20 var 79 tonna eikarbátur, byggður í Landskrona í Svíþjóð.

Sjá þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni