Kleini um sjómennskuna og fangelsið: ,,Ef það var horft á mann vitlaust þurfti maður að berja hann“

top augl

Húsvíkingurinn, sjómaðurinn, athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, oftast þekktur sem Kleini, opnar sig við Reyni Traustason um margra mánaða fangelsisvist á Spáni eftir að hafa ýtt við manni og talar um hvernig sjómennskan hafi hjálpað honum að komast í gegnum harðan veruleikann sem blasti við honum innan veggja fangelsisins.

Móðir hans flaug út til hans um leið og henni bárust fregnir af handtöku hans og dvaldi hjá honum allan tímann.

Fangelsinu lýsir hann sem einu því harðasta á Spáni, byggt á frásögnum annara fanga sem höfðu verið fluttir frá öðrum fangelsum í landinu. Hann þurfti frá fyrsta degi að draga línuna þegar maður gerði sig líklegan til að fikta í matnum hans, en hann hafi þá þurft að taka bakkann, standa upp og berja hann. Næstu tvo mánuði hafi hann þurft að bregðast við því ef horft var vitlaust á hann eða ef menn virtust honum augljóslega andvígir með því að ganga að þeim og berja þá.

Hann lýsir því þegar maður var ristur á hol og fjarlægður en umræður um sannleiksgildi þeirrar frásagnar hans hefur verið dregið í efa á spjallborðum. Hann útilokar ekki að maðurinn hafi lifað þetta af en miðað við þeir áverkar sem hann sá manninum veittir þætti honum það ólíklegt.

Kleini hyggst vera áfram til sjós næstu tvö árin. Eftir það gerir hann ráð fyrir að hafa byggt sig upp og skapað sér grundvöll til að færa sig alfarið í fjárfestinga- og fasteignaviðskipti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni