Háskaför til Neskaupsstaðar, Hommahöll og Beituskúr

top augl

Í nýjasta þætti af Komin á kortið lá leið okkar yfir til Norðfjarðar – á Neskaupsstað. Það er ekki beinlínis hægt að segja að ferðin hafi gengið áfallalaust fyrir sig, því við Reykjavíkurpakkið gerðum þau reginmistök að treysta á GPS tækið í Dusternum. Það hefðum við ekki átt að gera, því við enduðum lengst uppi í Oddskarði.

Fyrir þau sem það ekki vita, þá eru nokkur ár síðan Norðfjarðargöng voru tekin í notkun og hætt að ferðast um Oddskarð. Það fóru jú vissulega að renna á okkur tvær grímur eftir því sem við komum ofar í fjallið. Að lokum hvarf vegurinn og eftir leiðsögn kollega okkar snerum við Dusternum við og komumst óhult á áfangastað.

Á Neskaupsstað hittum við áhugavert og skemmtilegt fólk, og fræddumst um þau sem reka Hótel Hildebrand og Beituskúrinn. Við heimsóttum síðan Hommahöllina, en það er algjör upplifun að koma þangað inn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni