Í þetta sinn komu Egilsstaðir upp á kortinu.
Gunnhildur skellti sér í kúluvarp á Vilhjálmsvelli, sem samkvæmt áreiðanlegum heimildum er líka stundum kallaður Minionsvöllur. Við tókum tal af Bylgju Borgþórs og hennar hægri hönd, henni Vigdísi sem skellti sér út að hitta okkur þrátt fyrir að vera með tveggja vikna gamalt barn á brjósti.
Þær sýndu okkur líka meinta leiðinlegustu sundlaug landsins í 22° stinningshita og leiddu okkur í sannleikann um hvernig fólkið á Egilsstöðum nýtir tímann sem fólkið í borginni tapar í umferðarteppum eftir vinnu.
Að lokum áttum við innlit í tískuverslunina River en sú búð hóf rekstur sinn sem sólbaðsstofa, þróaðist út í sólbaðsstofu, undir- og nærfataverslun en endaði svo að lokum sem tískuverslun.