Óli popp: „Það er listi um óæskilega menn um borð í skipin, og því miður þá ert þú á þessum lista“

top augl

Sjóarinn brá sér vestur á Flateyri og hitti þar fyrir Ólaf Ragnarsson, sem alla jafna er kallaður Óli popp, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa samið dægurlagaperluna Hafið eða Fjöllin.

Óli fæddist í Stykkishólmi en sem ungur maður ákvað hann að fara út á land að vinna og endaði á Flateyri. Við komuna til Flateyrar upplifði hann allt annan bæjarbrag en hann átti að venjast í Stykkishólmi þar sem að hans sögn hafi verið meiri stéttaskipting, en á Flateyri hafi hinsvegar bara verið ein stétt. Eins og ungir menn gerðu á þessum tíma flakkaði hann um en endaði alltaf aftur á Flateyri og þannig segir hann að lagið hafi orðið til. Textinn við lagið var fyrst textinn sem hann hafði samið og hann varð til um leið og hann kálraði að semja lagið.

Hann gaf lagið út á plötu þar sem systir hans söng en síðan þá hafa fjölmargir flutt lagið í sínum búningi.

Í dag er Óli í smábátaútgerð en áður var hann til sjós á togurum. Hann sagðist hafa kunnað því vel allt þar til að hann var hreinlega rekinn. Hann kann ekki alveg skýringar á hversvegna það kom til nákvæmlega en leiðr að því líkum að það hafi verið vegna þess að hann hafði slæm áhrif á strákana sem voru til sjós með honum. Hann talaði gegn kvótakerfinu og hefur alltaf verið sósíalisti.

Hann fór þó einn íhlaupatúr og fór í land með vilyrði um annan en þegar hann svo gekk á skipstjórann fékk hann þau svör að „það er listi hérna um óæskilega menn um borð í skipin, og því miður þá ert þú á þessum lista.“

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni