Óli segir forstjóra Samherja hafa komið sér frá störfum: „Hann fór fyrir hópnum“

top augl

Seinni hluti viðtals Sjóarans við Ólaf Jónsson, Óla Ufsa, fer í loftið í kvöld. Óli er þekktur aflamaður sem sló hvert metið af öðru í skipstjóratíð sinni. Viðurnefni sitt hlaut hann vegna þess hve lunkinn hann var við veiðar á ufsa.

Óli er þekktur fyrir virka andstöðu sína við kvótakerfið. Hann hefur kallað yfir sig reiði sumra þeirra sem eiga mikið undir kvótanum. Í nóvember 2011 fékk Óli símtal frá Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, þar sem hann hefur símtalið á því að spyrja hann „Ætlarðu aldrei að læra,“ en hann átti þá við greinarstúf sem Óli hafði sent á Morgunblaðið þremur dögum áður og hafði loforð um birtingu. Í greininni gerði hann athugasemdir við það að Halldór Ásgrímsson hefði verið að mæra kvótakerfið víða um Evrópu.

Viðtalið má sjá í heild sinni á tv.mannlif.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni