Sjóarinn – Elías Svavar Kristinsson: „Já, það var svolítið slegist. Mikið drukkið“

top augl

Í Sjóaranum ræðir Reynir Traustason við Elías Svavar Kristinsson, stýrimann með meiru. Elías Svavar ræðir um skipsskaða, síldveiðar, fyirferðarmikla Íslendinga á Hjaltlandi og margt fleira.

Aðspurður hvort hann hafi lent í einhverjum ævintýrum á sjónum, svarar Elías:

„Já, fjölda mörgum ævintýrum.

Ég var í Norðursjónum og það var mikil gleði þega við komumst í land þar; lönduðum í Danmörku. Svo vorum við fastagestir í Leirvík á Hjaltlandi. Það var talsvert mikil gleði þar. Heimamönnum fannst það heldur mikið.“

Voruð þið fyrirferðarmiklir, Íslendingarnir?

„Já, frekar. Og það voru allra þjóða kvikindi, Rússar og Norðmenn.“

Mikið drukkið og slegist?

„Já, það var svolítið slegist. Mikið drukkið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni