Þorsteinn Ingimarsson var nokkrum sekúndum frá því að deyja þegar skip sökk: „Steini, komdu núna!“

top augl

Þorsteinn Ingimarsson kemur fram í tveimur af jólabókum ársins en hann var hársbreidd frá því að týna lífinu þegar Bjarmi VE-66 sökk á leið sinni til hafnar í Vestmannaeyjum árið 2002, en tveir af fjögurra manna áhöfn létust í slysinu.

Atburðirnir gerðust í níu stiga frosti og brælu í febrúar en þegar skipið hóf að síða á hliðina var Þorsteinn í káetu að horfa á spennuþátt. Skarkali frá brotnandi leirtaui varð til þess að félagar hans fór að athuga málið en Þorsteinn ákvað að halda kyrru fyrir. Í fyrstu sinnti hann ekki köllum skipsfélaga sinna því atriðið sem hann var að horfa á var spennandi en stökk á fætur þegar þeir öskruðu á hann:

„Steini, komdu núna!“

Í íþróttabuxum og hlýrabol rauk hann af stað upp á dekk en strax þá var mikið magn sjávar farið að flæða inn í skipið. Hefði hann beðið nokkrum sekúndum lengur hefði hann farist með skipinu.

Þeir komust í björgunarbátinn en þar sem illa gekk að finna hníf til að skera bátinn frá barðist hann við mastrið á sökkvandi skipinu sem varð til þess að það kom gat á hann og við tók barátta við að koma sér einn af öðrum út um eina opið á honum.

Við tók nístings gaddur, kaldur sjórinn og löng bið eftir björgun.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni