Stórleikarinn Þröstur Leó lenti í lífsháska 2015: ,,Ég hugsaði bara ,,aumingja börnin mín“

top augl

Þröstur Leó Gunnarsson er sennilega frægari fyrir leiklistarferil sinn en sjómennskuna. Árið 2015 lenti hann í sjávarháska þar sem einn úr áhöfninni lét lífið og minnstu munaði að öll áhöfnin færist með bátnum. Hann lýsir því þegar félagarnir þrír eru komnir á kjöl á sökkvandi bátnum.

„Ég horfi bara inn á Ísafjarðardjúpið, sé ystu húsin á Bolungarvík og hugsa með mér „Þarna er Pálmi Gests örugglega og Baldur Trausti vinur minn á Ísafirði“ og svo bara stoppaði allt bara og ég upplifði algert æðruleysi. Ég hugsaði bara ,,aumingja börnin mín.“

Áfallið tók mjög á Þröst og hann þurfti að gera hlé á leiklistinni til að ná aftur heilsu.

„Ég var í áfallahjálp en ég krassaði svo í ágúst þannig. Það er svo skrýtið að annað hvort ferðu bara í panikk þegar svona ástand er en flestir verða rosa einbeittir.  Líkaminn geymir þetta. Hann tekur ekkert á þessu bara einhvernveginn á staðnum. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri bauð mér strax vinnu. Ég var ekki í standi til að fara að leika en svo krassaði ég bara þarna í ágúst. Ég fékk kvíða og datt út og það leið yfir mig. Ég vissi ekkert hvað var að mér en það var ekki fyrr en eftir einhverja mánuði sem ég áttaði mig á því hvað þetta var..“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni