Þurfti ekki að vera vegan því hún hafði aðgang að Íslensku lambakjöti

top augl

Trausti Hjálmarsson, bóndi í Austurhlíð í Tungunum og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands er gestur Spjallvina Guðna Ágústssonar að þessu sinni.

Líkt og Guðmundur Jón Viðarsson, sem var gestur Guðna á dögunum, telur Trausti að nauðsynlegt sé fyrir Íslenskan sauðfjárbúskap að lambakjötið sé markaðssett sem sú gæðavara sem það er og verðlagningin þurfi að vera eftir því.

„Við höfum verið tilbúnir, Sauðfjárbændur, að leggja heilmikið á okkur til þess að hjálpa til við það að það lambakjöt sem fer úr landi, hvort sem það eru þúsund tonn eða fimmtánhundruð eða hvað það er, að það sé raunverulega verið að selja það og markaðssetja sem Íslenskt gæðakjöt en ekki bara sem uppfyllingar efni í einhver kjötborð úti í heimi þar sem enginn veit hvað hann er að kaupa.“

Trausta er minnisstætt að fyrir tveimur árum hitti hann fyrir Þýska konu sem er vegan en hún hafði verið að ferðast um Ísland í um viku þegar hún komst að áhugaverðri niðurstöðu.

„Hún áttaði sig á því ð þegar hún var búin að vera þessa viku að hún þyrfti ekkert að vera vegan því hún hefði aðgang að Íslensku lambakjöti.“

Trausti telur að staðan hjá sauðfjárbændum hafi verið þung mjög lengi og að mistök hafi verið gerð í verðlagningu og markaðssetningu á dilkakjöti þegar kjúklingur og svínakjöt voru að hefja innreið sína á Íslenskan markað á 9. áratug síðustu aldar.

Sú vegferð var farin að keppa við þessar afurðir í verðlagningu en það hafi haft það í för með sér að Íslenskum sauðfjárbændum, sem framleiða hvað mest kjöt á hverja kind í Evrópu, hafi ekki verið unnt að selja lambakjötið á verði sem hæfir framleiðsluferli og gæðum vörunnar.

Ef það verður ekki viðsnúningur í verðum í haust þá er baráttan að tapast.

,,Ef það verður ekki viðsnúningur í verðum í haust þá er baráttan að tapast.“

Það er mat Trausta að sauðfjárbændur hafi gert allt sem þeir hafi verið beðnir að gera varðandi fjölgun kílóa af kjöti á hverja kind og halda framleiðslukostnaði niðri en nú sé einfaldlega komið að hinum að gera sitt; afurðastöðunum og verslununum.

 

Trausti er uggandi yfir hækkandi verði á aðföngum en telur þó að árið 2022 sé að sleppa fyrir horn þar sem búið sé að afla þess sem þarf fyrir árið en fyrst verði áhrifa verðhækkananna verulega vart á næsta ári þar sem ekkert lát er á þessum hækkunum, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu.

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir því, Íslendingar, að við erum rík þjóð í góðu landi og við eigum að geta framleitt meiri mat bæði fyrir okkur og fyrir þá sem munu þurfa mat eftir allar þessar hörmungar sem eru að dynja yfir heiminum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni