Védís hönnuður hjá Ístex heimsækir Guðna: ,,Lopapeysan er í raun og veru þjóðbúningur Íslendinga“

top augl

Védís Jónsdóttir hönnuður hjá Ístex er gestur Spjallvina Guðna Ágústssonar að þessu sinni.

Þegar kemur að útgáfu bókarinnar Lopi sem gefin er út af Lopi Design, sem jafnframt er í eigu Ístex, er Védís í broddi fylkingar en hún eltir bókina alveg að prentvélinni. Á síðu Lopi Design má nálgast allar 40 bækurnar sem gefnar hafa verið út.

Védís telur að lopapeysan sé í raun og veru þjóðbúningur Íslendinga

„Það eru voða fáar þjóðir sem eiga einhverja flík sem að allir geta orðið sér út um. Allir hafa efni á að eignast lopapeysu.“

Védís hefur hannað fjöldann allan af lopapeysum en hún sækir innblástur í mynstur og litaval í íslenska náttúru, hvortheldur sem er mosann, úfið hafið eða allt þar á milli.

Hönnun hennar er svo vinsæl að erlend fyrirtæki hafa bersýnilega stolið hugmyndum hennar og markaðsett sem sínar eigin „það er merkilegt þegar maður sér að fyrirtæki eru hreinlega að stela þessum mynstrum. Það er til dæmis eins og „Afmæli“ sem ég hannaði þegar Ístex varð 20 ára. Ég hef séð það fjöldaframleitt hjá amerískri lágvörukeðju og ég sá það síðast núna hjá frönsku tískuhúsi en það skondnasta var að þegar ég las að inspirasjónin á bakvið mynstrið væri einhver frönsk höll sem mér fannst alveg óheyrilega fyndið.“

Védís ánægt með að litlar ullarvinnslur séu að skjóta upp kollinum víðsvegar um landið. Ístex er hinsvegar verksmiðja með um 50 manns í vinnu. Varan verður til í tonnum og er bæði seld hér á Íslandi sem og erlendis.

„Þetta er mjög sjálfbært. Það að við búum til uppskriftir sem fólk getur prjónað eftir og við búum til bandið. Við erum ekki að búa til einhverjar flíkur sem einhver vill ekki og fólk getur auðvitað breytt litum og gert það sem það vill en það hefur þarna ákveðið efni til að vinna með og það er hinn almenni prjónari sem er auka alla þessa sölu  á Íslandi, það eru ekki einhver stórfyrirtæki sem eru að framleiða einhverjar flíkur.“

Lopann má nota í fleira en peysur. Védís hefur unnið pils, kraga og kjóla en svo er hann notaður í teppi og mottur, einangrun, sængur og kodda, yfirdýnur og í úlpur. Védís sér líka sóknarfæri í framleiðslu á vörum úr ullarfitu sem er talin gríðarlega græðandi efni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni