Vilbergur Magni bjargaði flugmanni á seinustu stundu: Honum sárnaði að farangrinum var ekki bjargað

top augl

Vilbergur Magni Óskarsson er fyrrum skólastjóri Skipstjórnarskóla Tækniskólans, sem áður nefndist Stýrimannaskólinn, en hann starfar í dag sem kennari við skólann. Hann starfaði áður á fiskiskipum, varðskipunum og sem sigmaður í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann segir sögu sína í Sjóaranum.

Vilbergur ólst upp á Eyrarbakka þar sem neistinn til að fara til sjós og gerast stýrimaður og seinna skipherra, kviknaði.

Í þessum seinni hluta viðtalsins við Vilberg Magna segir hann meðal annars frá því þegar hann var ræstur út í björgun á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga ferjuflugmanni sem var yfir Snæfeællsnesi á einum hreyfli. Honum var ráðlagt að lenda á Rif en hann hafnaði því þar sem hann átti bókað hótelherbergi í Reykjavík. Þyrlan hélt af stað og það stóð á endum að þegar hún kom  til móts við flugvélina missti hún hinn hreyfilinn og þurfti að nauðlenda á Faxaflóa.

Vilberg seig tafarlaust niður að flugvélinni. Flugmaðurinn var alblóðugur á skyrtunni. Það stóð á endum að þegar mennirnir voru hífðir upp í þyrluna sökk flugvélin. Þar sem sjórinn var aðeins á að giska 4 til 6 gráður hefði flugmaðurinn ekki lifað lengi í sjónum.

Eftir að manninum hafði verið bjargað og honum komið á sjúkrahús. Hann hafði svo samband við Vilberg og var ósköp þakklátur en sár vegna þess að Vilberg hefði mátt bjarga farangrinum.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni