Fimmtudagur 11. apríl, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Ekki fundið mikið fyrir því hingað til að fólk sé feimið eða hrætt við að mæta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Saga Lluvia Sigurðardóttir, eigandi Losta, og starfsfólk brennur fyrir það að venjugera umræðuna um allt sem tengist kynlífi. Verslunin býður upp á vörur fyrir allskonar fólk. En Losti er meðal annars fyrsta verlsunin á Íslandi sem býður upp á vörur fyrir transfólk.
„Losti er einnig í samstarfi við allskonar fagfólk og fólk sem er að vinna við það sem tengist þessum málefnum og mér finnst mjög ánægjulegt að rýmið sé vel nýtt undir allskyns viðburði, því fjölbreyttara því betra. Birna Gústafsson, starfsmaður hjá Losta, er menntaður kynfræðingur. Hún hefur haldið mörg námskeið í Losta og býður einnig upp á einkaviðtöl í Losta sem kynfræðingur. Svo hefur Þórhildur Magnúsdóttir hjá Sundur & Saman komið sterk inn með samskipta námskeið og fleira áhugavert. Sigga Dögg hefur verið með fantasíu kvöld hjá okkur og er framundan námskeið með Magnúsi Hákonarsyni um flengingar svo þið fáið hugmynd hversu fjölbreytt námskeiðin eru hjá okkur,“ segir Saga.
„Námskeiðin hafa vakið mikla athygli og hefur svo sannarlega verið þörf fyrir þau á markaðnum,“ segir Saga. ,,Þetta er búið að vera geggjað, að sjá hvað þetta hefur vakið mikla athygli, án þess að við höfum auglýst þetta eitthvað mikið. Og fyrir hvern viðburð höfum við hugsað: já, kannski kemur enginn, en í hvert skipti hefur verið troðfullt hús.“
Kynlíf stór partur af lífinu

Saga útskýrir fyrir okkur að Losti hafi alltaf haft það sem hugsjón að auka fræðslu á öllu kyn tengdu og axla ábyrgð á því að selja kynlífstæki og kynlífstengdar vörur. „Mér finnst ekki nóg að selja varning. Kynlíf er svo stór partur af okkur og lífinu og það er frábært að geta tekið á móti fólki í rýminu okkar og svarað spurningum og talað um kyn-LÍF. Við höfum ekki fundið mikið fyrir því hingað til að fólk sé feimið eða hrætt við að mæta, að því leytinu til að það hefur alltaf verið fullt hús.“,

En auðvitað getur vel verið að það sé fullt af fólki sem langar að koma en kemur ekki og ég hef ekki hugmynd um það. En við það fólk vil ég bara segja: Verið hjartanlega velkomin! Búðin okkar er mjög hlý, notaleg og heimilisleg. Við mætum hverjum og einum á þeim stað sem þau eru stödd á í sinni kynferðislegu vegferð. Við skiljum að þetta geti verið erfið skref fyrir suma en það er svo frelsandi að stíga út fyrir þægindarammann. Maður sér aldrei eftir því. Ég mæli alltaf með því að fólk mæti með opnum hug. Lífið er bara almennt skemmtilegra þannig. Við erum öll allskonar og það er svo skemmtilegt. Mér finnst frábært að sjá hvað fólk er þyrst í fróðleik og öllum finnst gaman að læra eitthvað nýtt!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -