Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Hrefna heldur í vonina að maður hennar lifi: „Ég er bara andlega gjaldþrota“ – SÖFNUN –

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrefna Thomsen er barnsmóðir Vignis Daðasonar sem er með 4. stigs krabbamein í lifur. Sjaldgæft krabbamein á lokastigi.

„Hann greindist með krabbamein í nýra árið 2019 og var æxlið á stærð við handbolta. Hann endaði í bráðaaðgerð þar sem þurfti að kalla út aukateymi vegna þess að æxlið sprakk inni í honum. Hann átti ekkert að lifa þá aðgerð af sem var löng og erfið en hann gerði það og erfitt bataferli tók við. Síðan kom í ljós að hann var kominn með krabbamein í lifrina og liðu tveir mánuðir á milli aðgerða og þurfti að taka 5. hólfið úr lifrinni. Hann missti mjög mikið blóð í þeirri aðgerð, 1,8 lítra, vegna þess að skorið var í æð. Lungun féllu saman og fékk hann lungnabólgu í kjölfarið og var hann mjög veikur. Okkur var sagt eftir þá aðgerð að hann væri læknaður og fengum við heilt ár gott saman þar sem hann virtist vera laus við krabbameinið. Hann fór síðan í tékk í vor og kom í ljós að hann væri kominn með meinvarp í lifrina sem var á 4. stigi. Á lokastigi. Þetta er mjög sjaldgæft krabbamein; HER2 og dreifir sér 75% hraðar heldur en önnur krabbamein.“

Hann fór síðan í tékk í vor og kom í ljós að hann væri kominn með meinvarp í lifrina sem var á 4. stigi. Á lokastigi.

Hrefna Tomsen

Vignir fór fljótlega í lyfjameðferð sem gekk nærri honum. „Hann fékk lungnabólgu, gulu og mjög mikinn hita en hann var með um 40 stiga hitann allan tímann á meðan hann var í meðferðinni. Önnur lyfjameðferðin gekk vel; hann var slappur en hafði samt orku og við gátum gert eitthvað saman. Þriðja lyfjameðferðin í sumar fór mjög illa í hann og hann varð mjög veikur. Hann fékk mikinn höfuðverk og þoldi enga birtu eða hljóð. Það endaði með því að hann fór einn daginn í sjúkrabíl með blikkandi ljós upp á sjúkrahús þar sem hann var kastandi upp vegna höfuðverkjanna.

Það var tekin blóðprufa en engin mynd tekin af höfðinu af honum sem mér finnst vera sérstakt og hann var síðan sendur heim. Hann átti svo að fara í fjórðu lyfjameðferðina núna í ágúst sem átti að vera seinasta lyfjameðferðin, en eftir hana átti hann að fara í tvær minni meðferðir, en hann fékk ekki að fara í hana vegna þess að blóðprufurnar líta hræðilega út. Kortisolið í líkamanum á að vera rúmlega 500 en í honum er það 2. Þetta er byrjað að hafa áhrif á skjaldkirtilinn, hann er sennilega kominn með bólgur í heiladingulinn, það er sennilega komin bjúgsöfnun í heilann og hann er mjög veikur. Ofan á þetta allt þá hjálpar ekki að vera með fjárhagsáhyggjur,“ segir Hrefna en þau eru bæði öryrkjar, hann vegna mótorhjólaslyss á sínum tíma og hún vegna bandvefssjúkdóms, og kostnaðurinn við að borga lyf, myndatökur og lækna- og sjúkrahúsheimsókna er hár. Búið er að stofna styrktarreikning: 0544-26-062024. Kt.: 280890-2439. „Við eigum saman þriggja ára dóttur og svo á ég fyrir sjö ára gamlan strák. Vignir á 21 árs gamla dóttur. Það voru aðrir sem komu með uppástunguna varðandi söfnun og ég samþykkti.

- Auglýsing -

Búið er að stofna styrktarreikning: 0544-26-062024. Kt.: 280890-2439.

Núna er staðan sú að hann er í sterameðferð til að ná kortisolinu upp svo hann geti farið að klára lyfjameðferðina. Þetta er ekki komið á þann stað að okkur sé sagt að hann sé að deyja og það er ekki búið að segja okkur að hann sé kominn í líknandi meðferð.“

Hrefna grætur.

- Auglýsing -

„Maður heldur allaf í vonina. Ég get lýst þessu sem svo að einn veikist en allir þjást. Öll fjölskyldan lamast. Núna er maður ekki að hugsa um hvað eigi að vera í kvöldmatinn og ég er ekki með getu til að þrífa heimilið eða gera nokkurn skapaðan hlut. Það lamast allt.“

Hrefna Tomsen

Lífssýnin er breytt.

„Gerðu allt í dag sem þig langar til að gera vegna þess að fólk veit ekki hvort heilsa þess verði til staðar á morgun. Komdu fram við fólkið þitt eins og þú sért að hitta það í seinasta sinn. Segðu fólkinu þínu að þú elskir það vegna þess að við segjum það aldrei of oft. Farðu aldrei í burtu ósáttur, sama hver á í hlut, því þú veist ekki hvað gerist næsta dag. Segðu allt sem þig langar til að segja vegna þess að það er ekki sjálfgefið að þú getir talað á morgun. Hlustaðu á aðra vegna þess að það er ekki sjálfgefið að þú hafir heyrn á morgun. Og líttu í kringum þig vegna þess að það er ekki sjálfgefið að þú hafir sjón.“

Hvernig lýsir Hrefna ástinni í lífi sínu?

„Hann er yndislegasti einstaklingur sem ég hef á ævi minni kynnst og hann er tilbúinn til að hjálpa öllum og gefa öllum séns, sama hvað fólk hefur gert af sér. Hann elskar skilyrðislaust.“ Þögn. „Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli ást eins og frá honum.“

Þögn. Löng þögn.

„Börnin mín gætu ekki átt betri pabba. Ég er bara andlega gjaldþrota.“

Segðu fólkinu þínu að þú elskir það vegna þess að við segjum það aldrei of oft.

Hrefna Tomsen
Vignir berst hetjulega við krabbamein á lokastigi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -