Fimmtudagur 11. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Diljá: „Ég var að glíma við alls konar geðræn vandamál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var alveg svolítið erfiður unglingur“ segir Diljá Pétursdóttir söngkona og þátttakandi fyrir Íslands hönd í Eurovision 2023. „Ég var að glíma við alls konar geðræn vandamál,“ svarar hún, í viðtali hjá Reyni Traustasyni, aðspurð hvort hún sé trúuð og segir það helstu ástæðu þess að hún hafi haldist svo lengi innan kirkjunar. Diljá byrjaði ung að syngja í kirkjukór og var fljót byrjuð syngja upp fyrir sig. Einungis 17 ára var hún komin í kórinn með fullorðnum.

Lindakirkja

„Ég fann þar hversu vel samfélagið heldur utan um fólkið sitt og hvernig umræðuefnið í Lindakirkju er„Wholesome“ (læknandi eða heilnæmt),“ útskýrir Diljá og bætir við að innan Lindakirkju sé andlega heilsa höfð í hávegi og mikilvægi góðmennsku, náungakærleiks og fjölskyldu. Er það eitthvað sem Diljá finnst einstakt við söfnuð kirkjunar. „Það er svo mikið svona um mannlega þætti – sem er svo geggjað“

Hún segir Lindakirkju hafa hjálpað sér gríðarlega með þau andlegu mein sem hrjáðu hana og þá geðrænu kvilla, auk þess að hafa veitt henni nauðsynlegt aðhald með vikulegum kóræfingum og söng í athöfnum: „Þarna er ég alla vegana komin með fjóra klukkutíma af erfiðum og krefjandi söng í viku“.

Diljá lýsir því hvernig með stígandi frægð að þá leiti til hennar fólk og spyrji hana ráða og meðmæla varðandi söngkennslu. Hún svarar þá fólkinu ævinlega að hennar fyrsta ráð er varðar æfingu og raddheilsu sé: „Farðu í kór!“

„Mögulega þarftu aðeins að kyngja stoltinu þínu þegar þú ert að byrja. Stimpillinn á því að vera í kór er ekkert ógeðslega svalt,“ segir Diljá og lýsir því hvernig hún hafi skammast sín svolítið fyrir það þegar hún var unglingur.

Reynir tekur þá af henni orðið og bendir henni á að með því einu að Diljá sé í kór þá er og verði það „töff“.

- Auglýsing -

Hér má horfa á viðtalið við Diljá í heild sinni:

Mannlífið: Diljá læknaðist af sviðskrekk með kirkjukórnum: Þjáðist af ofsahræðslu við töluna 7

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -