Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Jónsi í Sigur Rós með íslenska ilmgerð í gamla Grjótaþorpinu ásamt fjölskyldu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Jónsi í Sigur Rós

Það hefur komið okkur á óvart hve áhuginn er mikill. Við stukkum út í djúpu laugina án þess að vita neitt, bara fljótandi á einhverri skemmtilegri hugmynd og svo erum við bara búin að vera sveitt síðan!“

Fischersund er íslensk ilmgerð í gamla Grjótaþorpinu sem selur ilmvötn, ilmkerti, reykelsi og hreinar snyrtivörur. Allt er handgert úr besta mögulega hráefni og allar vörurnar innihalda til dæmis íslenskar ilmkjarnaolíur sem eru algjörlega einstakar. 

búa til rými í þessum hraða heimi

Mannlíf fór á stúfana og kynnti sér íslensku ilmgerðina Fischersund sem er fjölskyldufyrirtæki. 

Við spjölluðum við Ingibjörgu og Sigurrós Elínu Birgisdætur, systur Jónsa í Sigur Rós. Þær sögðu okkur að hugmyndin væri að búa til rými í þessum hraða heimi, sem gott væri að koma í og myndi skilja eitthvað jákvætt eftir sig. 

Ísland býr að mjög frábrugðnum ilmheim
„Ilmheimur Íslands er algjörlega einstakur og okkur fannst spennandi að vinna markvisst með þá hugmyndafræði. Ilmheimur okkar hér á Íslandi er mjög frábrugðinn þeirra sem búa á suðrænum slóðum þar sem framandi ávextir og blóm ráða ríkjum.

Við systkinin höfum fjölþætta reynslu sem spannar tónlist, myndlist, hönnun og ilmgerð. Við hugsuðum með okkur hvað það væri gaman að sameina krafta okkar til þess að byggja upp eitthvað fallegt, þar sem allar skynjanir væru virkjaðar. Alltaf þegar við komum saman bar þetta fljótt á góma og okkur langaði líka að vinna með hvert öðru og verja meiri tíma saman. Svo þegar Jónsi flutti stúdíóið sitt til Los Angeles losnaði húsnæðið hans, við slógum til og hentum upp búð þrátt fyrir að hafa enga reynslu í þeim efnum.“

- Auglýsing -

Þau hafa ekkert auglýst, en stækkað jafnt og þétt í gegnum árin. Fólk hefur haft á orði við vini sína að það verði að kíkja í skrýtnu ilmbúðina í Fischersundinu og það er besta auglýsingin sem búðin getur fengið. Systurnar segja að það sé magnað hve áhugi fyrir ilmi á Íslandi sé að aukast og fólk vilji gæði og vandaða vöru án eiturefna sem veitir því vellíðan.

Íslenskir karlmenn orðnir þreyttir á litlu úrvali
Sigurrós segist hafa tekið eftir vakningu, sérstaklega hjá íslenskum karlmönnum sem séu orðnir þreyttir á „sterílu“ úrvali af rakspíra og vilji finna sinn eigin ilm sem þeim líður vel með.

Þau vinna mikið með minningar tengdum ilmi þegar þau hefja hönnun á nýjum ilmi; hvaða staðir eða stundir skildu eftir sig minnisstæðan ilm og hvernig líðan hann skildi eftir.

tengir þennan ilm algjörlega við barnæskuna

- Auglýsing -

Jónsi hannaði til dæmis ilm sem er innblásinn af æskuárum hans í Mosó. Ilmurinn er eins og þegar þú ert búinn að halda utan um rabarbara og dýfir svo fingrunum í hvort tveggja sykur og smurolíu eftir að hafa sett keðjuna aftur á reiðhjólið. Fólk er ekki mikið að dýfa rabarbara í sykur á fullorðinsárum þannig að það tengir þennan ilm algjörlega við barnæskuna.“

Þau segja okkur að það sé langt ferli að hanna ilmvatn því að það sé svo viðkvæmt ferli. Þú ert hálfgerður vísindamaður því hálfur dropi af ákveðinni olíu getur gjörsamlega breytt ilminum; núllað út eina lykt og ýft upp aðra. Það getur tekið um hálft ár til ár að fullvinna ilm.“

Íslendingar tengja mjög sterkt við ilmheiminn sem Fischersund vinnur með, sem er jarðbundnu náttúruilmur af ýmsum toga. „Við finnum líka aukinn áhuga erlendis. Mjög mikið vegna áhuga fólks á Íslandi og einnig vegna þess að fólk er að leita að annars konar ilmvörum.“ 

Fjall að klífa
Þau segja okkur að viðskiptahliðin hafi verið mikið fjall að klífa, þar sem ekkert þeirra er menntað á því sviði. „Öll sköpun kemur eðlilega, en þessi praktísku mál ekki svo glatt. En við höfum fengið góða hjálp sem við erum mjög þakklát fyrir.

Nú eru jólin á næsta leyti og við erum spennt að segja frá því að við erum á fullu í jólaundirbúningnum og meðal annars kemur okkar árlega jólakerti í verslun okkar og Rammagerðarinnar innan skamms, sem inniheldur íslenskar ilmolíur og aðrar jólalegar olíur eins og „frankincense“ og myrru.“

Ilmur er alltumlykjandi og það er þegar maður veitir honum eftirtekt að töfrarnir eiga sér stað.

Góður ilmur veitir gleði og fyllir hjartað af hlýju og góðum minningum.

Smelltu hér til að lesa brakandi feskt helgarblaðið eða flettu því hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -