Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ekki bara góður ilmur …

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ilmolíur eru sagðar hafa góð áhrif á fólk, bæði andlega og líkamlega. Þær hafa verið notaðar til lækninga öldum saman í Austurlöndum fjær og vinsældir þeirra aukist mikið á Vesturlöndum. Olíurnar eiga að virka vel gegn til dæmis kvefi, bakverkjum og tíðaverkjum. Einnig eru þær sagðar geta dregið úr dapurleika og aukið sjálfstraust og hugrekki.

Auðvelt er að nota ilmolíurnar heima við. Það þarf ekki að hella nema nokkrum dropum í servíettu til að maður upplifi hressandi áhrif ilmsins.

Ilmolíur eru eimaður jurtasafi án nokkurra aukefna. Þær eru aldrei bornar beint á húðina heldur er þeim blandað saman við jurtaolíu áður en nuddað er með þeim eða þeim hellt út í baðvatn. Auk þess að hella nokkrum dropum af ilmolíu í servíettu er hægt að setja þær á ilmolíulampa og anda ilminum þannig að sér.

Aðferðirnar eru ekki nýjar. Ilmolíur hafa verið notaðar til heilsubótar öldum saman, einkum í Kína og Persíu. Þær urðu vinsælli á Vesturlöndum nútímans eftir að franskur vísindamaður sem brenndi sig á hendi á fimmta tug síðustu aldar losnaði við sársaukann er hann af misgáningi hafði stungið hendinni í lavenderolíu. Læknar á Vesturlöndum hafa kynnt sér lækningamátt ilmolíanna í æ ríkari mæli og er lavender til dæmis notaður við fæðingar sums staðar á Norðurlöndunum. Svo er lavander dæmalaust góður gegn hinu hvimleiða lúsmýi.

Nudd

Nudd dregur úr vöðvaverkjum, streitu og kvíða. Það hressir og róar í senn. Fótanudd er það nudd sem auðveldast er að framkvæma heima. Byrjaðu á því að fara í fótabað. Blandaðu nokkrum dropum af furuolíu eða piparmyntuolíu saman við jurtaolíu, til dæmis sesamolíu. Nuddaðu fæturna með olíunni.

- Auglýsing -

Ilmlampi

Ilmurinn losar andrúmsloftið við bakteríur og eykur andlega vellíðan. Kauptu þér ilmolíulampa og fylltu skálina með vatni. Helltu síðan í það 4 til 7 dropum af ilmolíu. Vatnið er hitað upp með sprittkerti og ilmurinn berst um herbergið. Ef þú ert með gæludýr kannaðu hvort ilmurinn geti verið hættulegur þeim og veldu þá skaðlausan ilm.

Bað

- Auglýsing -

Með því að setja ilmolíu í baðvatnið dregurðu úr andlegri spennu og líkamlegum sársauka. Helltu þremur til fjórum dropum af olíu í baðvatnið. Ef þú vilt ekki að olían verði eins og rák á yfirborði vatnsins skaltu blanda rjóma eða hunangi saman við hana áður en þú hellir henni í vatnið.

Innöndun

Hressandi er að anda að sér ilmi frá ilmolíum. Slíkt er sagt virka vel við höfuðverk, meltingartruflunum, bílveiki og flugnabiti. Það eykur einnig einbeitingu og dregur úr streitu.

Helltu einum til tveimur dropum í servíettu og andaðu ilminum að þér.

Hvað við hverju?

Bakið: Ef þér er illt í bakinu gæti ilmur af furu, meiran, múskati eða salvíu hentað vel.

Maginn: Anís, engifer, lavender og mandarína róa órólegan maga.

Húðin: Mandarínur og rósatré henta vel viðkvæmri húð en best fyrir þurra húð eru sandelviður og blágresi. Fyrir feita húð: lavender, perur og sedrustré.

Stress og þreyta: Greipávöxtur, lavender og rósatré hafa góð áhrif á skapsveiflur. Lavender, perur og rósatré draga úr stressi og spennu og við þreytu og orkuleysi virka basilíka, fura og sítróna vel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -