• Orðrómur

Bjartmar átti vandræðalegan aðfangadag

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bjartmar Þórðarsson, leikstjóri, leikari, handritshöfundur og tónlistarmaður, gleymir seint jólunum þegar merkingar á pökkum skoluðust til.

„Einu sinni skolaðist eitthvað til með merkingar á gjöfum hjá stórfjölskyldunni – þannig að ég fékk gjöf sem var augljóslega ekki ætluð mér (mjög ellilífeyrisþegalega bók) – og mun eldri ættingi fékk í staðinn gjöf sem var klárlega ætluð mér,“ rifjar hann upp.

„Í kjölfarið varð andrúmsloftið þrungið meðvirkni þar sem allir voru að vonast til að einhver annar myndi koma orði að þessu. Það þorði enginn að taka af skarið, hvað þá ég. Það vill enginn segja: „Þú hefur nú eitthvað verið að ruglast,“ ef það er svo ekki tilfellið.

- Auglýsing -

Þetta var á endanum þagað út af borðinu. Mjög vandræðalegt og frekar fyndið. Gefandinn hefur eflaust lært sína lexíu af þessu, þ.e. varðandi merkingu pakka.“

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Undrast að umræðan skuli vera farin að snúast um hjónabönd manna og dýra

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ákveðin viðbrögð við tillögu hans um breytingu á hjúskaparlögum hafa komið...

Aðgerðin opnaði dyrnar

„Þetta snerist aldrei um útlitið. Ég hef aldrei verið með útlitsþráhyggju. Ég var bara með innlitsþráhyggju,“ segir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -