Mánudagur 17. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

„Ég fer á barinn og prjóna þar, ekki til að fá mér drykk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tóta van Helzing er tuttugu og átta ára Reykjavíkurmær sem hefur prjónað nánast síðan hún man eftir sér og hún prjónar engar venjulegar peysur. Hún leggur jafnmikið upp úr því að peysurnar höfði til augans eins og snertiskynsins og blandar saman ólíkum garntegundum með einstæðum árangri.

 

„Ég hef alltaf verið mikið að fikta við prjónaskap,“ svarar Tóta aðspurð hvað hafi leitt hana út í peysuframleiðsluna.

Það var í gegnum vinnuna við sjónvarpsþættina Black Mirror sem peysugerð Tótu tók nýja stefnu og fór á flug.

„Í þættinum sem ég var að vinna við átti ein persónan að vera blind,“ segir hún. „Við vorum að búa til barnaherbergi fyrir blindan karakter og þurftum að tala við Blindrafélagið og setja okkur inn í það hvernig það væri að ala upp barn sem væri blint. Við römmuðum inn efni með alls kyns áferð og mynstrum og mér fannst þetta svo skemmtileg pæling og kveikti á því að efnið í peysunum ætti ekki bara að vera fyrir augað heldur líka fyrir snertingu. Núna eru allar peysurnar mínar samsettar úr mismunandi garni með mismunandi áferð. Það getur stundum verið vandræðalegt þegar ég er í svoleiðis peysu og fólk fer að káfa á manni til að finna áferðina en ég læt mig hafa það vegna þess að mér finnst það skipta máli. Ég þyrfti helst að gera peysur sem væru líka fyrir heyrnina,“ bætir hún við og hlær. „Hafa eitthvert hljóð í þeim.“

Garn gerir svo mikið fyrir mig

Síðan þessi hugmynd um mikilvægi áferðarinnar kviknaði hefur Tóta prjónað peysur úr alls kyns mismunandi efnum og hún segist vera orðin alveg föst í því að hver flík verði að hafa margs konar ólíka áferð.

„Það er rosafyndið hvað garn gerir mikið fyrir mig og mér finnst alltaf jafngaman að kaupa garn.“

- Auglýsing -

„Ég er alltaf að kaupa garn með mismunandi áferð þannig að nú er ég komin með mjög stóran lager,“ segir hún. „Það er rosafyndið hvað garn gerir mikið fyrir mig og mér finnst alltaf jafngaman að kaupa garn. Ég kaupi allt garn á nytjamörkuðum eða fæ afganga hjá öðrum, endurvinn það og tek alltaf hespurnar sem ég kaupi eða fæ gefins og vind þær upp á nýtt í hnykla,“ segir Tóta sem prjónar hvar og hvenær sem er.

„Ég fer á barinn og prjóna þar, ekki til að fá mér drykk, ég sit bara og drekk kaffi og prjóna. Stundum fer ég af því að ég nenni ekki að vera að ein heima hjá mér að prjóna, þarf að komast út og vera innan um fólk.“

Lestu viðtalið við Tótu í heild sinni í 37. tölublaði.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson, Julie Rowland, Eva Schram og Valgerður Anna Einarsdóttir 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -