Laugardagur 24. febrúar, 2024
-1.2 C
Reykjavik

„Ég þarf ekki að vera mjó til að vera ég“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arna Vilhjálmsdóttir, sigurvegari Biggest Loser Íslands árið 2017, er virk á samfélagsmiðlum og birtir þar reglulega hvatningarorð um líkamsvirðingu.

 

Arna Vilhjálmsdóttir kom sá og sigraði í keppninni Biggest Loser Íslands árið 2017. Síðan Arna sigraði keppnina hefur hún verið virk á samfélagsmiðlum, aðallega á Snapchat og Instagram undir notandanafninu arna1430.

„Markmið mitt í þessu lífi er að hjálpa fólki, sem líður jafnilla og mér leið, út úr þessu svartnætti sem vanlíðan og ofþyngd er. Þess vegna finnst mér ótrúlega gott að hafa beinan aðgang að fólki á Snapchat, það getur spurt mig að hverju sem er og fengið ráð beint í æð,“ sagði hún í viðtali við Vikuna í byrjun árs 2018.

Arna er mikill talsmaður líkamsvirðingar og talar opinskátt á samfélagsmiðlum um baráttuna sem hún hefur sjálf gengið í gegnum.

„…ég stend hér ENNÞÁ, þrátt fyrir allt.“

„Taktu fagnandi á móti þér. Ég tek þeirri staðreynd að ég stend hér ENNÞÁ, þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir hatur, sjálfsskaða og rúmliggjandi þunglyndi. Þessi magi er minn. MINN,“ skrifar Arna meðal annars í sína nýjustu Instagram-færslu.

„Ég þarf ekki að vera mjó til að vera ég. Útlitið mitt passar við persónuleikann minn – hann lýsir sér eftirfarandi: metnaðargjörn, keppnissöm, elskar íþróttir af öllu tag,“ skrifar hún í aðra.

- Auglýsing -

Ritstjórn Vikunnar mælir með að áhugasamir fylgist með Örnu og skilaboðum hennar á Instagram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -