Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Fannst Bubbi vera algjör svikari

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona er ein þeirra sem leikur Bubba Morthens í söngleiknum Níu líf, eftir Ólaf Egil Egilsson, í Borgarleikhúsinu. Halldóra leikur kónginn á Egótímabilinu og hún upplýsti í samtali við Ólaf Pál Gunnarsson í þættinum Füzz á Rás 2 að hún hefði alls ekki verið aðdáandi Bubba á þeim tíma, henni hefði fundist hann hafa svikið pönkið og jaðarsenuna. „Þegar Utangarðsmenn ráku Bubba eða hann hætti sjálfur, hvernig sem það var, þá fannst mér og minni klíku hann algjör svikari,“ segir hún og álitið minnkaði enn þegar hann stofnaði Egó. „Þá fannst okkur hann algjör svikari við pönkið eða ræturnar eða baráttumanninn. Ég veit ekki af hverju mér fannst það en ég stillti mér bara upp með mínum vinum og horfði eituraugum á hann.“

„Maður var ekki þroskaðari en það á þessum aldri að maður er bara: Heyrðu, heyrðu Bubbi Morthens. Þú ætlaðir ekkert að verða svona poppari. Að skipta um föt og labba hrokafullur fram hjá manni,“ segist Halldóra hafa hugsað. „Ég hitti hann oft á þessum tíma, á Egó-tímanum ,og hann var út úr kókaður og ruglaður. Kannski skynjaði ég að það vantaði í hann einhverja mildi og fegurð. En svo á hann þetta allt,“ segir hún og segist sjá þennan tíma í öðru ljósi í dag eftir að hafa kafað í söguna og textana síðustu mánuði.

Hún segir það vel til fundið hjá leikstjóranum Ólafi Agli að láta konu leika Bubba á þessum myrka tíma í lífi hans. „Mér finnst fallegt að fá að leika hann og að það sé kona sem leikur þennan kafla í sögu Bubba því hann var svo eitraður á þessum tíma. Karlleikari getur ekki leyft sér eins mikið og ég. Þetta er um manneskjuna en ekki karlmanninn Bubba,“ segir Halldóra.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -