Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Innblástur frá þúfum og blómum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

GPS-punktur fylgir hverjum kolli.

„Spot-kollarnir eru unnir út frá myndum sem ég tek í náttúrunni, til dæmis af þúfum og blómum, og ég vinn verkið undir áhrifum sem ég upplifi við hverja mynd.“

Þóra Björk Schram, listakona og hönnuður, hefur undanfarin ár unnið í textíl og meðal annars handþrykkt og handlitað púða sem henni þykir gaman að vinna við. Nýjasta verkefnið hennar eru Spot Iceland-kollarnir sem hún gerir í samvinnu við Ólaf Þór Erlendsson, húsgagna- og innanhússarkitekt.

„Spot-kollarnir eru unnir út frá myndum sem ég tek í náttúrunni, til dæmis af þúfum og blómum, og ég vinn verkið undir áhrifum sem ég upplifi við hverja mynd. Myndin er skráð með GPS-punkti og fylgir sá punktur hverjum kolli þannig að hægt er að leita uppi staðinn sem ég vann Spot-kollinn út frá. Þetta er því hönnun með sögu því viðkomandi getur séð innblásturinn að sínum kolli í náttúrunni,“ segir Þóra Björk sem undirbýr sig nú á fullu fyrir HönnunarMars. Hún og Ólafur Þór eru í samstarfi við Icelandic Lamb sem hafa sýnt kollunum mikinn áhuga þar sem þeir eru unnir úr íslenskri ull.

Viðtal við Þóru Björk er í 10. tölublaði Vikunnar. 

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir

 

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -